Skilmálar
Skilmálar
Merch.Tebodid.is er í eigu Tebodid Sf.
kt. 6308211420
VSK nr: 142290
Rauðavað 21
110 Reykjavík
Með að nota vefverslun Teboðsins samþykkir þú eftirfarandi skilmála.
Ef þú hefur spurningar ekki hika við að hafa samband í gegnum tölvupóst tebodid@gmail.com
Afhending
Við afgreiðum pantanir eins fljótt og auðið er, oft samdægurs.
Vara er afhent innan 7 daga frá kaupum.
Sé vara ekki til munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.
Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja réttan afhendingarmáta. Pantanir eru að jafnaði póstlagðar næsta virka dag eftir pöntun.
Afhending fer fram með póstsendingu með Póstinum & Dropp.
Teboðið ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda eða flutningsaðila.
Möguleiki um að sækja vöru yrði auglýst þá og þegar, með pop-up aðstöðu.
Verð
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.
Sendingarkostnaður bætist við í greiðsluferlinu.
Verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.
Greiðslur
Merch.Tebodid.is notar greiðslusíðu frá Valitor og tekur á móti greiðslum frá:
Galli
Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað eða endurgreiðum sé þess krafist. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á netfangið tebodid@gmail.com með upplýsingum um galla vörunnar. Tilkynningafrestur vegna galla er almennt tvö ár en fimm ár ef hluti er ætlaður verulega lengri endingartími.
Endurgreiðslur
Þú hefur rétt til að falla frá þessum samningi innan 14 daga frá því að þú fékkst vöruna afhenta. Frestur til að skila vörunni til okkar aftur rennur út 14 dögum eftir þann dag.
Til þess að nýta réttinn þarft þú tilkynna okkur ákvörðun þína með að senda tölvupóst á netfangið tebodid@gmail.com. Einnig má nota meðfylgjandi staðlað eyðublað, en það er ekki skylda. Til að fresturinn teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu um að þú neytir réttar þíns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.
Ef þú fellur frá þessum samningi munum við endurgreiða þér allar greiðslur sem við höfum fengið frá þér, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði ef þú valdir annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum).
Trúnaður
Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar.
Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál og þær verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar
þriðja aðila að frátöldum upplýsingum til flutningsaðila, upplýsingar á borð við nafn og heimilisfang sem þarf til að koma vörum til kaupanda. Því heitum við fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Persónuvernd og Öryggi
Við notkun á þessari vefsíðu verða til ópersónugreinanlegar upplýsingar um heimsóknina. Teboðið notar þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsíðuna og til að auka upplifun notenda.
Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og erum við eigendur þeirra gagna sem safnast og því getum við sagt með vissu að gögnin sem safnast eru ekki seld til þriðja aðila.
Höfundarréttur
Allt efni á Tebodid.is er í eigu Tebodid sf og því með öllu óheimilt að nota efni án samþykkis okkar.
Lögsaga og varnarþing
Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljenda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndar skal reka það fyrir héraðsdómi Reykjaness.
Ertu með ábendingu, fyrirspurn eða viltu heyra í okkur? Sendu okkur póst á tebodid@gmail.com
Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa, www.kvth.is, sem staðsett er í Borgartúni 29